• Forsíða
 • Starfsemi
  • Fræðsluefni
  • Kynningarbæklingur
  • Hlúðu að sjálfum þér
  • Starfsfólk og stjórn
 • Réttindi
 • Úrræði
 • Sjaldgæfir sjúkdómar
 • Tenglar
 • Myndir
 • Log In
Um leiðarljós
Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma sem rekin er af sjálfseignarfélaginu Nótt og Dagur. Á allra vörum stóðu fyrir söfnun haustið 2012 sem gerði okkur kleift að opna stöðina og reka hana í 3 ár fyrir gjafafé frá þjóðinni. Stuðningsmiðstöðin er ný nálgun við alvarlega langveik börn og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin stuðlar að bestu mögulegu heilbrigðis-og félagsþjónustu út frá einum vísum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við fjölskyldur sem byggist á þeirra forgangsröðun og þörfum. Markmið Leiðarljóss er að samhæfa þjónustuna til að geta fundið bestu mögulegu lausnir fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig, svo hægt sé að skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veikindi barnsins.

22.02.2019
Góðvild styður við Leiðaljós

Formlegur samningur um mánaðarlegan stuðning Góðvildar við Leiðarljós var undirritaður á mánuðinum. 

Bára Sigurjónsdóttir undirritaði samninginn fyrir hönd Leiðarljóss og Ásdís Arna Gottskálksdóttir fyrir hönd Góðvildar. 


Einn af skjólstæðingum Leiðarljóss var einnig á staðnum en það er hún Sunna Valdís Sigurðardóttir sem er eina barnið á Íslandi greind með Alternating Hemiplegia of Childhood. Leiðarljós hefur um árabil aðstoðað Sunnu Valdísi og fjölskyldu við ýmis mál er tengjast hennar fötlun og réttindum. 


Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir munu vinna að málefnum Leiðarljóss og ef þú hefur mál sem þú heldur að eigi heima hjá Leiðarljósi þá er vefpósturinn: postur@leidarljos.is
23.12.2017
Gleðilega hátíð
Starfsfólk Leiðarljós óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. 

06.12.2017
Dugmiklir hlauparar!
Nýlega afhendu vinir Elísu Margrétar Leiðarljósi afrakstur áheita í Reykjavíkur maraþoninu. Um er að ræða stórann styrk sem kemur fjölskyldum langveikra barna hjá Leiðarljósi að góðu gagni.
Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.


31.10.2017
Góðvild safnar fyrir Leiðarljós

Góðvild - Styrktarfélag Langveikra Barna safnar fyrir Leiðarljós. Næstu misserin mun Góðvild leita til almennings eftir mánaðarlegur styrkjum til þess að halda starfsemi Leiðarljóss gangandi og einnig til þess að útvíkka starfsemina. 

Okkar von er sú að fólk taki vel í þessa söfnun sem mun svo sannarlega skila sér til langveikra barna á Íslandi. 29.06.2017
Sumarlokun Leiðarljóss frá 10.júli til 8. ágúst
Leiðarljós verður lokað vegna sumarfría starfsfólks frá og með 10. júlí til 8. ágúst.

29.06.2017
Töltgrúppa Röggu Sam afhendir Leiðarljósi styrk

Nýverið var Leiðarljósi afhendur veglegur styrkur frá töltgrúppu Röggu Sam, sem er samstilltur hópur kvenna í hestamennsku. Markmið þeirra er að verða enn betri reiðmenn og eiga skemmtilegar stundir saman. Hópurinn setur saman metnaðarfullt sýningaratriði sjálfum sér og öðrum til ánægju. Töltgrúppa Röggu Sam hefur hlotið verðskuldaða athygli, lokapunktur vetrarins var í formi glæsilegrar samsýningar þann 1. maí í Samskipahöllinni til styrktar Leiðarljóss. Á sýningunni  fór fram einstakt sjónarspil um 130 kvenna í vel æfðum atriðum sem höfða til allra, en ásamt atriðum Töltgrúppunnar úrSpretti og Herði var glæsileg gestaatriði, Töltslaufur Fákskvenna.  Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að standa að styrktarsýningu fyrir Leiðarljós. Eiga allir þeir sem hafa lagt þessari söfnunum lið miklar þakkir skildar fyrir veittan stuðning. Stjórnandi og kennariTöltgrúppunnar er Ragnheiður Samúelsdóttir.15.03.2017
Forseti Íslands kynnir sér starfsemi Leiðarljóss

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Leiðarljós í dag ásamt forsetafrú Elizu Reid.  Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér starfsemi Leiðarljóss sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur langveikra barna. Bára Sigurjónsdóttir forstöðumaður Leiðarljóss  fór yfir sögu Leiðarljóss og hvernig starfsemin styður við fjölskyldur sem eiga börn sem berjast viðlangvinna og sjaldgæfa sjúkdóma. Forsetahjónin hittu tvær fjölskyldur og veikbörn sem kynntu veikindasögu sína og fóru yfir hvernig Leiðarljós styður við þau í þeirri erfiðu baráttu sem þau glíma við á hverjum degi, svo sem aðstoð við kerfið, umönnun barns og andlegan stuðning fyrir alla fjölskyldumeðlimi.Forsetahjónin sýndu starfsemi Leiðarljóss mikinn áhuga og munu vilja fylgjast með starfseminni í framtíðinni. 

21.12.2016
Gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári!
Starfsfólk Leiðarljóss óskar fjölskyldum langveikra barna hjá Leiðarljósi gleðilegra jóla og þakkar þeim ánægjulegt samstarf á árinu sem var að líða.

21.12.2016
Höfðinglegar gjafir
Bumbuloní, styrktarsjóður í minningu Björgvins Arnars Atlasonar afhenti í gær þremur fjölskyldum langveikra barna hjá Leiðarljósi afar veglega peningagjöf sem er ágóði af kortasölu Bumbuloní. Á bak við Bumbuloní er Ásdís Gottskálksdóttir móðir Björgvins og fjölskylda hennar og vinir sem leggja hönd á plóginn. Við hjá Leiðarljósi kunnum þeim bestu þakkir fyrir hönd foreldrana sem fengu styrk.01.12.2016
Fyrirlestur og aðventan
Í gær var frábær dagur hjá Leiðarljósi og mikið um að vera.
Litlu ljósin voru með hádegisfund en aðventan og jólin reynist oft erfiður tími fyrir fólk sem hefur misst einhvern nákomin og þá sérstaklega börn.

Stjórn Leiðarljós kom einnig saman í hádeginu til að ræða málefni stuðningsmiðstöðvarinnar.

Eftir hádegi kom síðan Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi á LSH og spjallaði við okkur um erfðaráðgjöf og eftir það var Þórdís Sigurðardóttir með hláturjóga sem vakti mikla kátínu hjá okkur, enda segir Þórdís að "hlátur færi gleði inn í alla dagskrá".

Gaman að byrja aðventuna á að hittast, fræðast svolitið og fá okkur kaffi og súkkulaði. Takk fyrir okkur.

08.06.2016
Minningarkort fást nú hjá Leiðarljósi
Leiðarljós hefur nú fengið minningarkort sem hægt er að fá keypt og sér starfsfólk Leiðarljóss um að senda þau út. Hægt er að hafa samband í síma 561 6565/561 1112 eða senda póst á tölvufangið postur@leidarljos.is til að fá frekari upplýsingar um minningarkortin.

01.04.2016
Kiwanisklúbburinn Sólborg Hafnarfirði


Kiwvanisklúbburinn Sólborg hélt glæsilegt kvennakvöld í mars sl. til styrktar Leiðarljósi. Afkoma kvöldsins, veglegur styrkur var svo afhentur Leiðarljósi í vikunni að viðstöddum fjölmörgum skemmtilegum konum frá Kiwanisklúbbnum og starfsfólki Leiðarljóss. Gjöfin mun verða nýtt í þágu fjölskyldna sem fá stuðning frá Leiðarljósi. 

22.03.2016
Gleðilega páska
Starfsfólk Leiðarljóss óskar öllum gleðilegra páska.

25.02.2016
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma
Leiðarljós vill vekja athygli á því að 29. febrúar nk. er dagur sjaldgæfra sjúkdóma um allan heim. 

22.12.2015
Gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári!
Starfsfólk Leiðarljóss óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Lokað verður hjá Leiðarljósi milli jóla og nýárs.


18.12.2015
Falleg hugsun og góðar gjafir
Nýverið afhenti Bumbuloní nokkrum foreldrum hjá Leiðarljósi góðar gjafir. Hugsunin á bak við gjafirnar er að gleðja fjölskyldur langveikra barna um hátíðarnar. Kunnum við Bumbuloní bestu þakkir fyrir frábært framtak og hlýhug í garð foreldra langveikra barna. 
Sjá nánar á facebook síðu Bumbuloní.

19.11.2015
Opið hús 26. nóvember frá kl. 14-16
Af tilefni þess að Leiðarljós flutti starfssemi sína að Suðurlandsbraut 24, þriðju hæð mun verða opið hús fimmtudaginn 26. nóvember frá kl. 14-16. Allir velkomnir í heimsókn til skoða nýja húsnæðið og fagna með okkur. Léttar veitingar verði í boði hússins.
19.11.2015
Leiðarljósi færð gjöf

Fannar Þór Bergsson leirlistamaður kom nýlega og færði Leiðarljósi listaverk eftir sig. Listaverkið sem er logó Leiðarljóss vann hann í leir og málaði. Hér að neðan má sjá listamanninn með verkið. Leiðarljós þakkar kærlega fyrir þessa gjöf.

Facebook síða Fannars er "LeiraMeira" en þar er hægt að finna mörg skemmtileg verk eftir hann.13.11.2015
Falleg jólakort til sölu

 Hjá Leiðarljósi er hægt að fá falleg jólakort sem hönnuð eru eftir

teikningum eftir Björgvin Arnar. Kortið er einungis með mynd framan á og logo aftan á. Enginn texti erinnan í og því hægt að prenta texta inn í það ef vilji er fyrir því.

 

Þetta er jólakort sem á að hafa þann tilgang að gefa þeim sem eiga um sárt að bindastyrk, kærleik og vott af jólaanda fyrir þessi jól. Um miðjan desember munua.m.k. 2 - 3 fjölskyldur vera valdar úr hópi foreldra langveikra barna með aðstoð Leiðarljóss. 

 

Ef þitt fyrirtæki mun senda starfsfólki og/eða viðskiptavinum þá býð ég ykkur þessi jólakort til sölu á 300 kr/stk. með sendingu til ykkar.

Áhugasamir vinsamlega hafið samband við skrifstofu Leiðarljóss í síma 562 6565 eða komið við á Suðurlandsbraut 24 á skrifstofutíma.27.10.2015
Leiðarljós hefur flutt starfsemi sína að Suðurlandsbraut 24.
Leiðarljós flutti nýverið í stærra og betra húsnæði á Suðurlandsbraut 24. Þar erum við á 3. hæð ásamt Fjöldskyldumiðstöð Íslands. 
Verið velkomin að skoða nýju húsakynnin.

06.08.2015
Litlu ljósin fóru í heimsókn á Barnaspítala Hringsins
Framtakssamar og öflugar konur úr Litlu ljósunum fóru nýverið í heimsókn á barnaspítalann til að bjóðast til að aðstoða við að gera þjónustuna þar við foreldra enn betri. 

03.07.2015
leiðarljós hefur starfsemi á ný eftir sumarfrí
Skrifstofa Leiðarljóss hefur verið opnuð á ný eftir sumarfrí.
Hlökkum til að heyra frá ykkur.
Með góðum kveðjum
Starfsfólk Leiðarljóss
 

09.06.2015
Myndband frá Listaverkauppboði Leiðarljóss þann 3 maí 2015
29.04.2015
Listaverkasýning Leiðarljóss i Ráðhúsi Reykjavíkur
Verið velkomin í ráðhús Reykjavíkur til að skoða fallegu verkin sem fjölmargir listamenn þjóðarinnar hafa gefið til styrktar Leiðarljósi.


14.04.2015
Menningarviðburður - listaverkauppboð 3. maí nk.
Þann 3. maí nk. verður haldinn veglegur menningarviðburður í Gamla bíói frá kl. 14-17. Um er að ræða listaverkauppboð þar sem margir af okkar bestu listamönnum ásamt tónlistarfólki gefa vinnu sína til styrktar Leiðarljósi. Ýmis fyrirtæki, listamenn og velunnarar Leiðarljóss hafa gert þennan dag að veruleika og stefnir í virkilega flottan menningarviðburð sem gaman verður að taka þátt í. Þessa dagana eru listaverkin að berast í hús og verða þau til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur nokkra daga fyrir sjálfan uppboðsdaginn þannig að listaverkaunnendur og aðrir geta skoðað verkin og notið þeirra.

31.03.2015
Gleðilega páska
Starfsfólk Leiðarljóss óskar öllum gleðilegra páska.

06.03.2015
Viðtal við ráðherra um framtíð Leiðarljóss
06.03.2015
Viðtal við stjórnarmann hjá Leiðarljósi
06.03.2015
Viðtal við starfsfólk Leiðarljóss
06.03.2015
Umfjöllun um Leiðarljós í fréttum stöð 2
24.02.2015
Ungbarnasund Erlu færir Leiðarljósi gjöf

Í byrjun febrúar var Leiðarljósi færð peningaupphæð að gjöf úr styrktarsjóðnum Gleiðistundum. En eigendur Ungbarnasunds Erlu þau Erla og Jónas Rafn stofnuðu styrktarsjóðinn Gleðistundir í janúar 2011.

Hlutverk sjóðsins er að styðja við eða styrkja góð málefni sem tengjast börnum og varð Leiðarljós fyrir valinu þetta árið. 


Leiðarljós færir Ungbarnasundi Erlu bestu þakkir fyrir.

Fyrir þá sem vilja kynnast Ungbarnasundi Erlu betur geta skoðað heimasíðuna: 22.12.2014
Opið hús hjá Leiðarljósi þann 23. febrúar kl. 13-15.00
Opið hús var í gær en þá gafst foreldrum tækifæri til að hitta og spjalla við aðra foreldra og fá sér kaffi og konfekt. Boðið var uppá  kynningu frá "Tryggingum og ráðgjöf" um tryggingar fyrir börn með langvinna sjúkdóma og fjölskyldur þeirra.
Leiðarljós þakkar þeim Kolbeini og Kristjáni fyrir kynninguna sem verður einnig send út í tölvupósti til foreldra til að kynna sér nánar.


02.12.2014
Sigga Kling

Föstudaginn 28. nóvember sl. áttu foreldrar og starfsmenn Leiðarljós skemmtilega stund þegar Sigga Kling mætti á staðinn með erindi sem hún kallaði "Bjóddu hamingjunni í kaffi með Siggu Kling".  Þátttaka var góð og var þetta frábær endir á vikunni og spurning hvort að svona föstudagsfjör sé komið til að vera.23.10.2014
Skemmtileg gjöf

Leiðarljósi barst skemmtileg gjöf frá Örnu Ólafsdóttur sem býr á Akranesi. Færði hún stuðningsmiðstöðinni risastóran bangsa sem örugglega á eftir að gleðja unga sem aldna sem til Leiðarljóss leita. Bangsinn heitir "Arna" og sómir hann sér vel hjá okkur og tekur á móti fólki með bros á vör.

Bestu þakkir fyrir gjöfina Arna Ólafsdóttir.30.09.2014
Bókin Útivist og afþreying fyrir börn
Höfundar bókarinnar "Útivist og afþreying fyrir börn" þær Sigríður Arna Sigurðardóttir og Lára Guðrún Sigurðardóttir gáfu Leiðarljósi 30 bækur sem munu verða afhentar við tækifæri fjölskyldum sem leita til Leiðarljóss. 

Þakkar starfsfólk Leiðarljóss þeim stöllum kærlega fyrir. 


29.09.2014
Ný myndavél afhent Leiðarljósi
Aðalheiður Davíðsdóttir móðir langveiks barns kom færandi hendi fyrir nokkru síðan með myndavél sem hún gaf Leiðarljósi. Myndavélina hafði hún fengið sér að kostnaðar lausu hjá versluninni "Bræðurnir Ormsson" eftir að hafa kynnt þar starfsemi Leiðarljóss.

Þakkar starfsfólk Leiðarljóss Aðalheiði kærlega fyrir þennan góða stuðning.

10.09.2014
Markþjálfun kynningarfyrirlestur 25. september kl.19:30

Leiðarljós ætlar að bjóða foreldrum upp á fyrirlestur og námskeið um markþjálfun á vegum Helgu Bragadóttur sérfræðings í hjúkrun og markþjálfa.

Markþjálfun getur styrkt foreldra í hlutverkum sínum svo þeir geti notið betur lífsins og nýtt beturstyrkleika sína, reynslu og þekkingu. Námskeiðið sem haldið verður ef næg þátttaka næst byggir á hugmyndafræði hjúkrunar og markþjálfunar til sjálfshjálpar og sjálfsstyrkingar þátttakenda. Farið verður í einkenni og áhrif þess að eiga barn með langvinnan heilsuvanda og hvernig nýta má markþjálfaviðtöl til að styrkja sig. Í námskeiðinu felst fræðsla, sjálfsvinna og einstaklingsviðtal.


Fræðsla og umræður: 25.september 2014 kl. 19:30-21:30
í húsnæði Leiðarljóss Efstaleiti 9, 103 Reykjavík.27.08.2014
Leiðarljós hefur flutt starfssemi sína
Leiðarljós flutti starfssemi sína föstudaginn 22. ágúst í Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Skrifstofan er í húsnæði Rauða Krossins og er gengið inn um aðalinnganginn og þar vísar starfsfólk Rauðakrossins fólki áfram til Leiðarljóss. 


05.08.2014
Höfum opnað aftur eftir sumarfrí
Í dag 5. ágúst höfum við opnað aftur eftir sumarfrí starfsfólks.
Verið velkomin.


10.07.2014
Sumarlokun Leiðarljóss frá 14.júli til 5 ágúst
Skrifstofa Leiðarljóss verður lokuð frá og með
14.júli fram til 5 ágúst 2014.

Forstöðumaður Leiðarljóss.


30.04.2014
Systkinafögnuður Leiðarljóss 1. maí kl.15.00

Við hvetjum ykkur til að fjölmenna með fjölskyldu og vini á opnun systkinaátaksins. 


Dagskrá

 

1.       Elín Hirst og Ragnar Bjarnason opna átakið

2.       Ragnheiður Gröndal og bróðir hennar syngja

3.       Frumsýning á kynningarmyndbandi Leiðarljóss

4.       Boðið verður upp á pylsur og ís

 

sjá frekar kynningu á slóðinni

http://leidarljos.herokuapp.com/


16.04.2014
Gleðilega páska
Starfsfólk Leiðarljóss óskar öllum gleðilegra páska

16.04.2014
Foreldrakvöldið 10. apríl sl.
Við hjá Leiðljósi þökkum Elínu Ebbu hjá Hlutverkasetri fyrir fróðlegt erindi og einnig syni hennar fyrir frábæran fiðluleik. Kvöldið var fámennt en góðmennt og slökunin í enda kvöldsins var kærkomin fyrir páskafríið.

24.03.2014
Á döfinni leyndarmál góðrar geðheilsu og opið hús
 

Næsta fræðslukvöld hjá Leiðarljósi verður haldið fimmtudaginn  10. apríl kl. 20 og mun húsið opna með kaffisopa og léttum veitingum kl. 19.30.

 Fyrirlesari er Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfari hjá Hlutverkasetri og erindið kallar hún:

"Að ganga í takt við eigið geð"

Innihaldið er geðrækt frá mismunandi sjónarhornum.
Hvaða þætti þurfum við t.d. að huga að til að viðhalda og efla geðheilsuna. 


Þann 6. maí nk. verður síðan opið hús hjá Leiðarljósi milli
kl. 13-15.00 og eru allir velkomnir. Nánar auglýst síðar.

20.02.2014
25. febrúar er dagur sjaldgæfra sjúkdóma
25 febrúar ár hvert er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma. 
Dagurinn er haldin til að vekja athygli á sjaldgæfum sjúkdómum.
Til þess að stuðla að meiri umfjöllun um þá í fjölmiðlum til þess að auka vitund almennings um þá.
Hægt er að lesa sér til um tilurð dagsins á þessari slóð:

http://rarediseaseday.us/about/history/http://campaigns.rarediseases.us/t/ViewEmail/r/
0362CA2B625A57F72540EF23F30FEDED/68280B966283EF1D97
80B6D0B3F3FC1013.02.2014
Notalega kvöldstund með Ingdrid Kuhlman
Þá er fyrsta fyrirlestri ársins lokið og var mikil ánægja með kvöldið sem tókst vel enda Ingrid Kuhlman frábær fyrirlesari og erindi hennar hitti vel í mark hjá okkur.

04.02.2014
Foreldrakvöld 12. febrúar 2014

Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun ehf. heldur erindið:

"Að njóta hins góða í lífinu"

Hvað getum við gert til að styrkja áhrif hins góða í lífinu, t.d. þegar viðnáum átopp fjallstindar, sjáum barnið okkar taka fyrsta skrefin, eða horfumáuppáhaldshljómsveitina spila uppáhaldslagið? Gengið hefur verið út frá þvíaðfólk upplifi ósjálfrátt ánægju þegar góðir hlutir gerast. Rannsóknir hafahinsvegar leitt í ljós að svo er ekki endilega heldur þurfum við að leggjaokkurmeðvitað fram um að njóta hins góða í lifinu. Áhrifin eru jákvæð áhamingjuokkar bæði til lengri og skemmri tíma litið auk þess sem við myndumsterkaritengsl, búum við betri andlega og líkamlega heilsu og erummeiraskapandi. Í fyrirlestrinum verður farið í leiðir til að njóta.

Fræðslan verður hjá Leiðarljósi,Austurströnd 3, og hefst kl. 20.

www.thekkingarmidlun.is18.12.2013
Gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári
Starfsfólk Leiðarljóss og stjórn Nótt og Dags óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við hlökkum til að taka aftur til starfa eftir örstutt jólafrí.
Opnunartími um hátíðarnar: lokað 23-29 desember, opið 30.desember, lokað 31.desember - 1. janúar 2014. Opnum aftur 2. janúar 2014.
18.12.2013
Höfðinglegar gjafir
Leiðarljósi hafa borist tvær rausnarlegar gjafir frá velunnurum starfseminnar,Landsneti og Vistor. Kunnum við þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir að hugsa til okkar skjólstæðinga og fyrir þessa góðu styrki til starfsemi Leiðarljóss.

04.12.2013
Aðventugleði
Kæru börn og fjölskyldur, það verður opið hús hjá Leiðarljósi 10. desember n.k frá kl. 15-17. Boðið verður m.a. uppá heitt súkkulaði, söngatriði og hinn frægi Einar Mikael töframaður mun mæta á svæðið. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest starfsfólk Leiðarljóss

26.11.2013
Góðar gjafir
Einar Mikael töframaður kom nýlega til okkar og færði okkur góðar gjafir fyrir börnin hjá Leiðarljósi. Töfrabók og DVD diska með kennsluleiðbeiningum í leyndardómum vísinda. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir gjafirnar og skemmtilega heimsókn.

22.11.2013
Leiðarljós í fjölmiðlum
Þessa dagana hefur hefur verið töluverð umfjöllun um Leiðarljós í sjónvarpi og í tímaritum í tilefni af 1 árs afmæli stuðningsmiðstöðvarinnar. Sýnt var myndskeið frá afmælinu á ruv og einnig birtust myndir í tímaritinu Séð og heyrt. Í kvöld verður umfjöllun í Kastljósi þar sem viðtöl verða við foreldra og börn sem leitað hafa til Leiðarljóss og forstöðumanninn Báru Sigurjónsdóttur. Við hjá Leiðarljósi þökkum öllum foreldrum og börnum fyrir ánægjulegt samstarf á þessu fyrsta starfsári stuðningsmiðstöðvarinnar. http://www.ruv.is/frett/leidarljos-eins-ars

21.11.2013
Þjóðargjöfin Leiðarljós
Þann 6.nóvember sl. var eitt ár frá því að Leiðarljós stuðningsmiðstöð fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, langvinna sjúkdóma hóf starfsemi, að Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi. Leiðarljós heldur nú utan um 52 fjölskyldur og er mikil ánægja með þjónustuna. Stuðningsmiðstöðin varð til fyrir gjafafé frá þjóðinni í átakinu ,,Á allra vörum“ haustið 2012 en söfnunin fór fram á RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Flestir muna eflaust eftir því þegar stuðningsmiðstöðinni var afhent í beinni útsendingu afar hentugt húsnæði undir starfsemina, leigulaust í tvö ár. Fjármagnið sem safnaðist í átakinu gerir það kleift að hægt er að reka stöðina í 3 ár. Í tilefni dagsins var opið hús og boðið var upp á súkkulaðiköku og ískalda mjólk og systkini langveikra barna skemmtu með söng í afmælinu við mikinn fögnuð gestanna. Stuðningsmiðstöðin starfar samkvæmt nýrri hugmyndafræði um þjónustuleið á Íslandi við alvarlega langveik börn og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin veitir ráðgjöf varðandi heilbrigðis-og félagsþjónustu út frá einum vísum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við fjölskyldur sem byggist á þeirra forgangsröðun og þörfum. Markmið Leiðarljóss er að samhæfa þjónustuna til að geta fundið bestu mögulegu lausnir fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig, svo hægt sé að skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veikindi barnsins. Auk þess er starfandi sorgarhópur fyrir þá sem hafa misst börn eftir langvarandi veikindi. Reynslan eftir fyrsta árið í rekstri sýnir að full þörf var á því að skapa vettvang til að halda betur utan um þessar fjölskyldur sem eru oft að sinna flókinni umönnun barna sinna og jafnvel hálfgerðri gjörgæslu yfir börnum inni á heimilunum. Greiða götu þeirra í kerfinu, vísa þeim leiðina og útvega og kynna úrræði og finna leiðir til lausna ef engar eru fyrir hendi. Viðeigandi alhliða og fjölskyldumiðaður stuðningur styrkir andann og félagslega stöðu allra í fjölskyldunni og hámarkar þannig lífsgæði fjölskyldunnar í heild sinni.

12.11.2013
Kynning á NORD og EURODIS
Verður haldin þann 12.11. kl. 14.00 Til okkar kemur Hrafnhildur sem er móðir langveiks barns. Hún mun kynna fyrir ykkur starfsemi samtaka um sjaldgæfa sjúkdóma í USA og Evrópu. Eins mun hún segja frá reynslu sinni af dvöl á sjúkrahúsi á vegum samtakanna sem vinnur að því að gera rannsóknir á meðferðum við sjaldgæfum sjúkdómum. Mjög áhugavert efni og við hvetjum ykkur til að mæta. Boðið verður upp á kaffi og konfekt.

31.10.2013
Afmæli Leiðarljóss!
Afmæli Leiðarljóss verður haldið hátíðlegt nk. miðvikudag, þann 6. nóvember, klukkan 15. Boðið verður upp á ískalda mjólk og súkkulaðiköku. Allir velkomnir! :)

05.09.2013
Foreldrakvöld 18.september
Baujan, fræðslufyrirlestur á vegum Guðbjargar Thoroddsen verður haldið miðvikudagskvöldið 18.9. kl. 20.00. Baujan er sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Aðferðin miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni. Fjallað verður um aðferð, hugsun og uppbyggingu sem Baujan byggir á. aðferð til að læra að þekkja tilfinningar sínar. aðferð til að ráða við tilfinningar sínar. auðveld og varanleg sjálfstyrkingaraðferð sjá nánar á www.baujan.is Boðið verður upp á námskeið i framhaldinu fyrir systkini langveikra barna. Frekari upplýsingar fást hjá starfsfólki Leiðarljóss í síma 561 6565.

19.08.2013
Erfðarráðgjöf
Þann 4. september kl. 14.00 mun Vigdís Stefánsdóttir erfðarráðgjafi frá LSH koma í heimsókn til okkar og vera með fyrirlestur um erfðir og erfðaráðgjöf. Mjög áhugavert efni og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Léttar veitingar í boði hússins

16.08.2013
Kraftmiklir krakkar!
Þessir flottu krakkar, þau Þyrnir Hálfdán Þyrnisson og Bergljót Sóley Þyrnisdóttir, komu í gærdag þann 15. ágúst til okkar á Austurströnd 3 og gáfu Leiðarljós ágóðann af tombólu sem þau héldu um daginn. Við þökkum þeim kærlega fyrir gjöfina og að hugsa svona fallega til okkar!

06.08.2013
Sumarfrí lokið
Við hjá Leiðarljós höfum opnað aftur eftir sumarfrí, endilega hafið samband ef eitthvað er. Skrifstofan er opin frá kl. 9-16 mánudaga-fimmtudaga og kl. 9-15 á föstudögum.

15.07.2013
Sumarfrí
Leidarljós verdur lokað vegna sumarleyfa starfsfólks frá 15.7.- 6.8. Gleðilegt sumar!

09.06.2013
Foreldrakvöld 18.september
Baujan, fræðslufyrirlestur á vegum Guðbjargar Thoroddsen verður haldið miðvikudagskvöldið 18.9. kl. 20.00. Baujan er sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og slökunaröndun. Aðferðin miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni. Fjallað verður um aðferð, hugsun og uppbyggingu sem Baujan byggir á. Efni: Tilfinningakennsla og þjálfun. Farið er yfir grunntilfinningar og kennd leið til þessa að vinna úr þeim og komast heil frá áföllum. Kennd er aðferð til að forðast meðvirkni en byggja sig upp á heilbrigðan hátt. Kennd er slökunaröndun og fjallað um tengsl öndunar og tilfinninga. Afhentir lyklar til sjálfsuppbyggingar. Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið upp á námskeið i framhaldinu fyrir systkini langveikra barna og jafnvel fyrir foreldra. Frekari upplýsingar fást hjá starfsfólki Leiðarljóss í síma 561 6565.

21.05.2013
Foreldrakvöld á miðvikudaginn
Á miðvikudagskvöldið nk. 22. maí verður foreldrakvöld hjá Leiðarljós. Til okkar kemur næringarþerapistinn Inga Helga Kristjánsdóttir sem ætlar að veita fræðslu um hollt matarræði undir álagi. Húsið opnar kl 19:30 og hefst fyrirlesturinn kl 20:00. Nánari upplýsingar um Ingu næringarþerapista er að finna á heimasíðu nennar www.inga.is Allir velkomnir! :)

09.04.2013
Opið hús hjá Leiðarljósi
Kæru foreldrar verið velkomin á opið hús hjá Leiðarljósi að morgni 17 apríl milli kl. 11-13.00. Hvetjum ykkur til að mæta og hitta aðra foreldra. Boðið verður upp á léttar veitingar. Hlökkum til að sjá ykkur Starfsfólk og foreldraráð Leiðarljóss

26.03.2013
Páskar 2013
Starfsfólk Leiðarljóss óskar ykkur gleðilegra páska

11.12.2012
Gloss og snuð til sölu
Enn er hægt að kaupa gloss eða snuð til að styrkja starfsemi Leidarljóss. Bæði er hægt að koma við á Austurströnd 3 Seltjarnanesi og nálgast þau þar eða senda póst á postur@leidarljos.com. Eins má hringja og leggja inn pöntun í síma 5616565 og við sendu glossin heim til þín í venjulegum bréfpósti.

24.11.2012
Leiðarljós
Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma sem rekin er af sjálfseignarfélaginu Nótt og Dagur. Stuðningsmiðstöðin er ný nálgun við alvarlega langveik börn og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin veitir heilbrigðis- og félagsþjónustu út frá einum vísum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við fjölskyldur sem byggist á þeirra forgangsröðun og þörfum. Markmið Leiðarljóss er að samhæfa þjónustuna til að geta fundið bestu mögulegu lausnir fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig, svo hægt sé að skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veikindi barnsins.


Við erum fyrir?
Allar fjölskyldur langveikra barna með alvarlega langvinna sjúkdóma og umtalsverða umönnunarþörf, eiga rétt á stuðningi hjá Leiðarljósi. Hægt er að hafa samband í síma 561 6565 til að fá frekari upplýsingar.

Viltu styrkja Leiðarljós?
Hægt er að styrkja starf Leiðarljóss með innlögn á: Reikningsnúmer: 101-26-040960 Kennitala: 520712-1190. Við þökkum kærlega fyrir öll framlög til að styrkja starf stuðningsmiðstöðvarinnar.

Minningarkort
Hjá Leiðarljósi er hægt að fá keypt minningarkort. Vinsamlega hafið samband í síma 561 6565 eða sendið tölvupóst á postur@leidarljos.is